Afmæisdagurinn og ályktanir UJK!!!

Hef ekki verið alveg nógu dugleg að blogga.... en vonandi rætist eitthvað úr því á næstunni! Ég á víst afmæli í dag og hef verið ansi dugleg að svara símtölum frá vinum og ættingjum... sej sej.... Arna Huld. En það er próf á morgun og get ég ekki beðið eftir að það klárist, þá er bara eitt STÓRT próf eftir sem er á laugardaginn mikla. Já ég segi laugardaginn mikla, því þá munu vonandi verða tímamót í lífi okkar allra! Þessi tímamót verða (vonandi): Eiríkur Hauksson vinnur Evróvision fyrir hönd okkar Íslendinga og stjórnin fellur.... get ekki beðið!!!

Læt hér fylgja með ályktanir sem Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi samþykktu á aðalfundi fyrir nokkrum dögum:

1. Af lista hinna vígfúsu
Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi (UJK) harma að íslenska þjóðin sé enn beinn þátttakandi í hildarleiknum í Írak. UJK hefur frá upphafi fordæmt þessa aðgerð ríkisstjórnarinnar sem tekin var í laumi, gegn vilja þjóðar og þings, aðgerð sem er einhver stærsti smánarblettur í sögu þjóðarinnar. Nú rúmum fjórum árum eftir að þetta óheillaspor var tekið krefst UJK að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri upp skuldir sínar við þjóðina og leiðrétti skömm sín áður en hún hverfur frá völdum þann 12. maí næstkomandi.

2. Kosið á haustinn
Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi (UJK) skorar á stjórnvöld að breyta kosningalöggjöfinni þannig að framvegis verði kosið til þings og sveitarstjórna að hausti. Núverandi fyrirkomulag vinnur mjög gegn hagsmunum þess þjóðfélagshóps sem er að neyta atkvæðisréttar í fyrsta sinn. Stór hluti ungra kjósenda eru námsmenn í próflestri sem hafa lítinn sem engan tíma til að kynna sér menn, konur og málefni flokkanna. Þetta vinnur gegn leikreglum lýðræðisins og hagsmunum þess þjóðfélagshóps sem byggja landið og munu nýta sér opinbera þjónustu hvað mest á komandi árum.

3. BUGL
Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi (UJK) kalla á aðgerðir frá stjórnvöldum við aðgerðaleysi undanfarin ár er varða biðlista á Barna- og unglinga- geðdeildina. Eins og staðan er í dag eru 170 börn og unglingar sem bíða eftir plássi og er það algerlega óviðunandi. Þetta er lýsandi dæmi um hvernig núverandi ríkisstjórn hefur vanrækt mikilvæg málefni. Útrýming þessa biðlista er ekki einungis hagsmunamál barna og unglinga heldur snertir þetta þjóðina alla. UJK skorar á Kópavogsbúa og aðra landsmenn að fella sitjandi ríkisstjórn sem hefur enn einu sinni brugðist þjóðinni.

4. Hjónabönd samkynhneigðra
Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi (UJK) harma að samkynhneigðir sitji ekki við sama borð og aðrir þegar þeim er neitað um þeirra sjálfsagða rétt til að ganga í hjónaband í kirkjum landsins. Það er ekki í takt við nútíma hugsun og það frjálslyndi sem UJK stendur fyrir. UJK skorar á komandi ríkisstjórn að heimila trúfélögum að gefa saman alla þá sem það kjósa. Þetta dæmi er aðeins eitt af mörgum þar sem svokallaðir boðberar frelsis, Sjálfsstæðisflokkurinn, hefur brugðist skyldum sínum í mannréttindamálum.

Ykkar Arna Huld


Frábær aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi!!!

Aðalfundurinn var í gærkvöldi og gekk svona líka glimrandi vel. Stjórnina skipa tíu hörkuduglegir einskaklingar sem ætla að láta hendur standa fram úr ermum. Nú er það bara markmiðið að koma jafnaðarstefnunni að og til þess þarf að skipta um ríkisstjórn....

Læt þetta duga að sinni, lærdómurinn kallar....


UJ er málið....!!!

Já hún Arna Huld er byrjuð að blogga.... kemur kannski mörgum á óvart.... en nóg um það!

Í kvöld er aðalfundur Ungra jafnaðarmann í Kópavogi og hvet ég alla unga jafnaðarsinna til að láta sjá sig. Fundurinn er haldinn í kosningamiðstöðinni í Hamraborg 20 (milli Nóatúns og Bónusvideo) og hefst hann kl. 20. Meðal fundargesta eru eðalkonurnar Katrín Júlíusdóttir og Guðríður Arnardóttir.

Eftir aðalfundinn verður smá geim þar sem tvíeykið suð-suð-vestur mun koma fram, en fyrir þá sem ekki þekkja til eru þetta okkar frábæru frambjóðendur Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Hin frábæra hljómsveit Sprengjuhöllin mun einnig mæta á svæðið og skemmta okkur. Léttar veitingar í boði!!!

Þetta er kjörið tækifæri til að sýna sig og sjá aðra og vona því að ég sjái ykkur sem flest.

Með baráttukveðju, Arna Huld.


Tilrauna færsla

Hér blogga ég og get ekki annað...

Höfundur

Arna Huld Sigurðardóttir
Arna Huld Sigurðardóttir
Hjúkrunarfræðinemi og félagshyggjukona
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband