27.4.2007 | 01:59
UJ er málið....!!!
Já hún Arna Huld er byrjuð að blogga.... kemur kannski mörgum á óvart.... en nóg um það!
Í kvöld er aðalfundur Ungra jafnaðarmann í Kópavogi og hvet ég alla unga jafnaðarsinna til að láta sjá sig. Fundurinn er haldinn í kosningamiðstöðinni í Hamraborg 20 (milli Nóatúns og Bónusvideo) og hefst hann kl. 20. Meðal fundargesta eru eðalkonurnar Katrín Júlíusdóttir og Guðríður Arnardóttir.
Eftir aðalfundinn verður smá geim þar sem tvíeykið suð-suð-vestur mun koma fram, en fyrir þá sem ekki þekkja til eru þetta okkar frábæru frambjóðendur Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall. Hin frábæra hljómsveit Sprengjuhöllin mun einnig mæta á svæðið og skemmta okkur. Léttar veitingar í boði!!!
Þetta er kjörið tækifæri til að sýna sig og sjá aðra og vona því að ég sjái ykkur sem flest.
Með baráttukveðju, Arna Huld.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með bloggið.......það er semsagt bloggsíðugerð sem þú ert búin að vera brasa við síðustu daga í stað þess að læra og svo bara djamm í kvöld......"þarna þekki ég þig" myndi betri helmingurinn minn segja í svona aðstæðum :) Skemmtu þér vel á aðalfundinum
Rakel Ösp (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 09:38
Ég verð nú að segja JÁ - það kemur mér verulega á óvart að þú skulir vera byrjuð með þitt eigið blogg. En þegar ég sé tilgang bloggsins.. að þá skil ég það betur.... hehehe
Kristín (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 10:04
Hae hae Arna Huld!
Takk kaerlega fyrir sidast! Thad var mjog gaman ad hitta thig eins og avallt. Vonandi ad thu komir aftur til min i stelpuferd.
Til hamingju med bloggsiduna!
Love you,
Karen
Karen fraenka (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.